Parma ham, salami, red wine, laughter, jalapeno, bread, crying, pesto, mozzarella, chatter, Pellegrino, pasta, olives, demand, attention, happiness, discussion, dog, tiredness, chaos, and finally a child that gets up and runs away.

Dream, nightmare, narrative or reality. Katrín Elvarsdóttir’s photographs from a family dinner, on a hilly landscape (that appears as by change in one of the photographs), present all this to us at once. A family gathering that is ordinary but at the same time seems somewhat alarming. The photographs are a representation of the longing that every one of us carries within about a perfect world, a perfect moment, one that slips between our fingers when we least expect it and our life’s elaborate exterior stands like an empty shell unable to support the life within the circle. The dinner party contained within the circle that the photographs form is full of chaos and unexpected moments. The children create tension at the table, they shout out loud, demand more, not those greens, take a dance step between courses, spill and run away unexpectedly. The adults persist in carrying on with the conversation and enjoying their food. Keeping up the spirit and reminding themselves of the structure that creates a frame around chaos itself.

The photographs confirm what once took place. They also remove the moments from their original context and create a new narrative. With her photographs Katrin Elvarsdóttir creates a narrative based on moments in the life of her family. This is not the story of her family, however. These are not their memories, not their evening. They are only contributors to the story that the photographs bring us. We have to be content with that. We cannot penetrate inside the circle, into their minds and feelings – we don’t know locations, facts, names, dates. We are outside the circle. The narrative that the photographs present to us are fragmented, like in a dream or a memory that we don’t recognize but know that we partake in. It is in our hands to form a complete picture from this—or to let it be and allow the photographs to form a fragmented whole, a circle that doesn’t close.

Circular forms lead us from circular plates, bread baskets, sausages and tattoos into a world seen through other circular forms – a hole in a wall and a half-open window. Katrin’s photographs of landscape that appears through window panes and wall openings emphasize further the emotions that her images awaken, whether in dream, fiction or in reality itself. Our viewpoint is always limited and fragmented. Every day we try to give our life and memories a complete picture. Create a framework, a circle that we incessantly persist in closing even tough we know that if we succeed we can’t let anything else inside. That’s how it ends.

Parmaskinka, salami, rauðvín, hlátur, jalapeño, brauð, grátur, pestó, mozzarella, skvaldur, pellegrino, pasta, ólívur, heimtufrekja, athygli, hamingja, samræða, hundur, þreyta, ringulreið og að lokum barn sem stendur á fætur og hleypur burt.

Draumur, martröð, frásögn eða veruleiki. Ljósmyndir Katrínar Elvarsdóttur af fjölskyldukvöldverði í hæðóttu landslagi (sem birtist eins og fyrir tilviljun á einni myndinni) birta okkur þetta allt í senn. Fjölskylduboð sem er í senn hversdagslegt en um leið örlítið ógnvekjandi. Ljósmyndirnar eru eins konar birtingarmynd þeirrar þrár sem hver maður ber með sér um fullkominn heim, fullkomið augnablik, sem smýgur burt úr greipum okkar þegar minnst varir og úthugsuð umgjörðin um líf okkar stendur eftir eins og illa gerður hlutur sem hefur enga burði til að móta það líf sem er innan hringsins. Borðhaldið sem á sér stað innan þess hrings sem ljósmyndin skapar umgjörð um er uppfullt af ringulreið og óvæntum augnablikum. Börnin skapa spennu við borðið, þau hrópa upp yfir sig, heimta meira að drekka, vilja ekki svona grænt, taka dansspor milli rétta, hella niður og hlaupa burt þegar minnst varir. Þeir fullorðnu þrjóskast við að halda uppi samræðum og njóta matarins. Halda sínu striki og minna sig á þá umgjörð sem skapar ramma utan um sjálfa ringulreiðina.

Ljósmyndirnar staðfesta það sem eitt sinn átti sér stað. Þær rífa augnablikið jafnframt úr samhengi og skapa þannig nýja frásögn. Með ljósmyndum sínum skapar Katrín Elvarsdóttir frásögn sem hún byggir á raunverulegum augnablikum í lífi fjölskyldu sinnar. Þetta er þó ekki saga fjölskyldu hennar. Þetta eru ekki þeirra minningar, ekki þeirra kvöldstund. Þau leggja aðeins til efni í þá sögu sem ljósmyndirnar færa okkur. Við verðum að láta okkur það nægja. Getum ekki þröngvað okkur inn fyrir, inn í hugarheim þeirra og tilfinningar, þekkjum ekki staðhætti, staðreyndir, nöfn og dagsetningar. Við erum utan hringsins. Sú frásögn sem ljósmyndirnar birta okkur er brotakennd, líkt og í draumi eða minningu sem við könnumst ekki almennilega við en vitum að við eigum hlutdeild í. Það er í okkar valdi að skapa úr þessu heildstæða mynd – eða láta það vera og leyfa ljósmyndunum að mynda brotakennda heild, hring sem ekki lokast.

Hringlaga form leiða okkur frá hringlaga diskum, brauðkörfum, pylsum og húðflúri yfir í veröld sem við virðum fyrir okkur í gegnum önnur hringlaga form, gat í vegg og hálfopinn glugga. Ljósmyndir Katrínar af landslagi sem birtist okkur í gegnum gluggarúður og gluggaop undirstrika enn frekar þá tilfinningu sem ljósmyndir hennar vekja, að heimurinn birtist okkur ætíð á brotakenndan og afmarkaðan hátt, hvort heldur í draumi, skáldskap eða í veruleikanum sjálfum. Sjónarhorn okkar er ætíð takmarkað og brotakennt. Alla daga leitumst við þó við að gefa lífi okkar og minningum heildsteypta mynd. Skapa umgjörð, hring sem við þrjóskumst í sífellu við að loka jafnvel þó að við vitum að ef það tekst getum við ekki hleypt neinu öðru inn. Þannig endar þetta.

Sigrún Sigurðardóttir

Reykjavík

May 2007