English below

Katrín Elvarsdóttir birtir ómstrítt samband tíma og staðar í verkinu Space-Time Continuum. Hvernig minning okkar um stað er í senn hliðstæða og andstæða við reynsluna að koma þangað aftur. Allt er eins en þó öðruvísi. Staðurinn er sá sami og við þekkjum hvert smáatriði í umhverfinu: útlínur fjallanna, glufur í gangstéttinni, áferð styttnanna. En þessi smáatriði voru búin að gleymast. Endurkoman púslar aftur saman heildarmynd sem við þekktum og þekkjum enn.
Verkið er unnið á æskuslóðum Katrínar á Ísafirði þar sem minningar um staðinn ljá endurkomu þangað draumkenndan blæ. Möguleikar ljósmyndamiðilsins til að umbreyta myndefni sínu eru notaðir til að birta breytt landslag. Dökkir fletir eiga skipti við ljósa í negatívu ljósmyndarinnar sem umbreytir ásýnd umhverfisins og brenglar upplifun okkar af staðnum.

Brynja Sveinsdóttir


Katrín Elvarsdóttir presents a dissonant relationship between time and place in her work Space-Time Continuum: how our memory of a place is analogous to, and at the same time the converse of, the experience of returning there.  All is the same, yet different. The place is the same, and we recognize every detail of the surroundings; the contours of the mountains, cracks in the pavement, the textures of sculptures. But those details had been forgotten. Our return reconstructs a complete image that we knew, and recognize again.
The work was made in Ísafjörður in the West Fjords, where Katrín grew up, and memories of the place imbue the return with a dreamlike quality. The potential of the medium of photography to transform the subject are employed to depict an altered landscape.  Dark elements and light ones change places in a negative photographic image which transforms the character of the surroundings and distorts our perception of the place.

Brynja Sveinsdóttir